BobStore/metadata/is/full_description.txt
Sveinn í Felli eacce08a13 Translated using Weblate: Icelandic (is) by Sveinn í Felli <sv1@fellsnet.is>
Currently translated at 78.9% (15 of 19 strings)

Translation: F-Droid/F-Droid metadata
Translate-URL: https://hosted.weblate.org/projects/f-droid/f-droid-metadata/is/

[skip ci]
2019-02-21 00:32:10 +01:00

21 lines
1.1 KiB
Plaintext

F-Droid er uppsetjanlegt safn frjálsra forrita fyrir
Android. Sjálft F-Droid forritið auðveldar að skoða, setja upp
og halda utan um uppfærslur á tækinu þínu.
Það tengist við hvert það hugbúnaðarsafn sem er samhæfanlegt
við F-Droid. Sjálfgefna hugbúnaðarsafnið er hýst á f-droid.org,
sem inniheldur einungis hreinan opinn og frjálsan hugbúnað.
Sjálft Android-stýrikerfið er opið í þeim skilningi að þér er frjálst
að setja upp APK-pakka hvaðan sem þér sýnist, en eftir sem áður
eru margar góðar ástæður fyrir því að nota F-Droid fyrir almenna
hugbúnaðarstjórnun:
* Fáðu tilkynningar þegar uppfærslur eru gefnar út
* Mögulegt er að sækja og setja uppfærslur upp sjálfvirkt
* Haltu utan um eldri útgáfur og prófunarútgáfur
* Síaðu út forrit sem ekki eru samhæfð tækinu þínu
* Finndu forrit eftir flokkum og leitanlegum lýsingum
* Smelltu á slóðir á styrki til útgefenda, grunnkóða o.s.frv.
* Tryggðu öryggið með því að athuga undirritanir hugbúnaðarsafna og gátsummur APK-pakka